MCMG gefur út nýtt lag og myndband

Skjáskot úr myndbandinu Alright.

Guðmundur Sverrisson, sem gengur undir sviðsnafninu MCMG gaf út lagið Alright og tónlistarmyndband við. Myndbandið er tekið upp á Akureyri og hefur nú þegar fengið rúmlega þrettán þúsund áhorf á tæpum sólahring.
Guðmundur segir í samtali við Kaffið að hann sé búinn að vinna í þessu lagi síðastliðna 9 mánuði og nú sé afraksturinn loksins klár. Lagið er gefið út af stúdíóinu Ideal records sem Guðmundur rekur ásamt fleiri vinum sínum. B-Leo er pródúser lag og Þorbergur Erlendsson sá um tökur á myndbandinu.

,,Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út í þessari new school senu. Ég á meira efni sem er í vinnslu og á eftir að gefa út reglulega en ég geri allt á ensku því ég sækjist eftir erlendri athygli. Það munu samt koma nokkur íslensk lög eftir mig á næstunni sem er feature á plötu hjá félaga mínum trausta,“ segir Guðmundur um framhaldið.

Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Alright með MCMG.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó