Meiri fjölskylduafsláttur árið 2018 – Mataráskrift hækkar í verði

Leikskólinn Hlíðarból

Fjölskylduafsláttur hjá dagforeldrum, leikskólum og frístund í bænum eykst um 20% í nýrri gjaldskrá Akureyrarbæjar fyrir árið 2018. Til að njóta  fjölskylduafsláttar þurfa börn að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili.

Árið 2017 var 30% afsláttur fyrir annað barn og 100% afsláttur fyrir það þriðja. Eftir áramót verður 50% afsláttur fyrir annað barn og áfram 100% afsláttur fyrir það þriðja.

Á móti hækkar verð á mat í skólum. Fullt fæði á leikskólum kostaði árið 2017 8426 krónur á mánuði en mun hækka í 8636 krónur um áramót. Skráningargjald í skólavistun hækkar um 180 krónur og kostar nú 7540 krónur á mánuði en áður 7360.

 

UMMÆLI