Meistaraflokkar SA tryggja sér sæti í úrslitakeppnunum

Meistaraflokkar SA tryggja sér sæti í úrslitakeppnunum

SA stóð sig vel í Toppdeildunum um helgina með sex stig úr þremur heimaleikjum í Skautahöllinni. Bæði karla- og kvennalið félagsins tryggðu sér sæti í úrslitakeppnunum. Meistaraflokkur karla vann 5-3 sigur á Fjölni í hörkuleik á laugardag, þar sem SA Víkingar sneru taflinu við eftir erfiða byrjun. Sigurinn tryggði þeim sæti í úrslitakeppninni og 6 stiga forskot á SR í öðru sæti deildarinnar.

Kvennalið SA spilaði tvo leiki gegn Fjölni, sem báðir enduðu í vítakeppni. Á laugardag vann SA 3-3 (4-3 í vítum) í hröðum og jöfnum leik, þar sem hin 13 ára Guðrún Ásta Velentine skoraði í sínum fyrsta meistaraflokksleik. Sunnudagsleikurinn var ekki síður spennandi og endaði 1-1 en Fjölnir hafði betur í vítakeppninni 2-1. Úrslitin þýða að Fjölnir hefur nú 3 stiga forskot á SA í deildinni, með þrjá leiki eftir hjá báðum liðum. Lokaspretturinn í Toppdeild kvenna verður því gríðarlega spennandi.

Hægt er að lesa nánari lýsingu á leikjunum á vef SA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó