KIA

Meistaramót Íslands í frjálsum fer fram á Akureyri um helgina þrátt fyrir smit um síðustu helgi

Meistaramót Íslands í frjálsum fer fram á Akureyri um helgina þrátt fyrir smit um síðustu helgi

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum mun fara fram á Þórssvæðinu á Akureyri um næstu helgi þrátt fyrir að keppandi á móti 15-22 ára í Kaplakrika um síðustu helgi hafi greinst með Covid-19 smit. Þetta kemur fram á vef Kjarnans í dag.

Sjá einnig: Meistaramót Íslands fært til Akureyrar

Á vef Kjarnans segir að um 30 manns hafa verið sendir í sótt­kví vegna smits­ins. Að minnsta kosti hluti af þeim eru kepp­endur á mót­inu, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Frjáls­í­þrótta­sam­bandi Íslands.

Mótið á Akureyri er í flokki fullorðinna og eru engin áform um að aflýsa því þrátt fyrir smitið. Frjálsíþróttasamband er í góðu samstarfi við Almannavarnir og embætti landlæknis og nú er unnið að því að auka gæslu varðandi smitvarnir.

UMMÆLI