Mengunarský yfir Akureyri

Mengunarský yfir Akureyri

Í sumar koma 133 skemmtiferðaskip til Akureyrar en þau voru 123 sumarið 2017. Mikil aukning er í komu skipa til Grímseyjar í sumar og verða þau 35 en voru 26 síðastliðið sumar. Einnig leggja tvö skip að við Hrísey í sumar.

Mikil mengun getur fylgt þessum skipum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Karl Ingólfsson samdi ljóð um mengunarskýið og birti á Facebook hópnum Boðnarmjöður.

Svífur yfir Eyrinni sótmengað ský,
Skagar uppúr Pollinum, skip -yfir húsunum.
Brennir háls og vangana blámengun hlý,
Blæða gróin meinvörp í brjóstum á ný.
Fnykur er lofti og fýla dalli frá,
-fleira en bara fjarlægðin fjöllin gerir blá.
Innbærinn og Oddeyrin eins og fjólubláir draumar
Ekkert er ferlegra en vorkvöld í díselgný.

UMMÆLI

Sambíó