Menningarhúsið Hof opnar á ný eftir samkomubann

Menningarhúsið Hof opnar á ný eftir samkomubann

Menningarhúsið Hof hefur opnað á ný. „Við fögnum því að geta tekið á móti gestum okkar og leitum leiða til þess að halda viðburði í húsinu hvort sem um er að ræða tónleika, fundi eða ráðstefnur í samvinnu við viðburðahaldara. Allt er þetta gert samkvæmt þeim tilmælum sem gefin eru út af hinu opinbera hverju sinni,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Hofs. 

Tónlistarskóli Akueyrar sem staðsettur er á þriðju hæð hússins hefur hafið sitt starf á ný með fullum krafti.  Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Eyrin Restaurant og Hönnunarverslunin Kista eru með opið alla virka daga kl. 12-16, auk þess sem Kista er með opið á laugardögum kl. 12-16.

Sambíó

UMMÆLI