Metfjöldi smita á Norðurlandi eystra í gær

Metfjöldi smita á Norðurlandi eystra í gær

Í gær greindust 376 smitaðir einstaklingar á Norðurlandi eystra og er það metfjöldi smita frá upphafi faraldursins á því svæði.

Tilkynning á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir eftirfarandi:

,,Eitthvað virðist veðrið síðustu daga hafa blásið Covid á milli manna, a.m.k. ef við horfum í stöðuna í okkar umdæmi. Í gær, þriðjudag, var mikið álag á sýnatökufólki sem og SAk við að greina þau sýni sem þangað bárust.“

,,Það var þá alveg í samræmi við fjölda sýna að við vorum með mesta fjölda smitaðra einstaklinga á sólarhring í gær,“ sem voru 376 talsins. Auk þess hafa aldrei verið jafn margir í einangrun samtímis líkt og nú, eða 1163 manns.

Samkvæmt upplýsingum sem fengnar voru frá SAk þann 7. febrúar er þar einn sjúklingur smitaður af Covid-19.

Í dag er staðan eftirfarandi:

Sambíó

UMMÆLI