Prenthaus

Miðaldadagar á Gásum um helgina

Miðaldadagar á Gásum um helgina

Miðaldadagar á Gásum verða haldnir hátíðlegir núna um helgina, 20. og 21. júlí frá klukkan 11:00 til 17:00. Gásir voru helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum og hvergi á landinu hafa fundist jafn miklar minjar um verslunarhætti fyrri tíma. Miðaldadagar hafa verið haldnir árlega frá árinu 2003 og er þetta því í 16. skiptið sem hátíðin er haldin. Þátttakendur eru svokallaðir Gásverjar sem koma á hátíðina á hverju ári og endurskapa þar lífið eins og það var á þessum forna verslunarstað í kringum árið 1300.  

Gestum gefst tækifæri til þess að fylgjast með lífi og störfum fólks á miðöldum og versla miðaldavarning af handverksfólki. Kaupstaðurinn iðar af lífi þessa helgi og í boði verður fjölbreytt dagskrá. Á svæðinu má finna bogfimi, grótkast, knattleik, kaðlagerð, smjörgerð, bókfell, leirmuni, brennisteinsfróðleik, eldsmiði, seiðkonu, völvu, miðaldasöng, nýbakað súrdeigsbrauð og margt fleira. Gásverjar bregða á leik og bardagamenn bregða sverðum.

Leiðsagnir um fornleifasvæðið verður einnig í boði. Gásir eru 11 km norður af Akureyri, beygt af þjóðvegi 1 við Hlíðarbæ.

Allar upplýsingar um Miðaldadaga á Gásum má finna á Facebook síðu Miðaldadaga á Gásum og á heimasíðu hátíðarinnar, www.gasir.is

UMMÆLI