Miðaldra rokkhundarnir í LOST boða Kærkomið kæruleysi

Miðaldra rokkhundarnir í LOST boða Kærkomið kæruleysi

Hljómsveitin LOST starfaði af miklum krafti á árunum 1986 til 1989, og spilaði á þeim tíma út um allt land, m.a. með Sykurmolunum og HAM.  Hljómsveitin fór
svo í 25 ára pásu eða svo, en endurfæddist sterkari en nokkru sinni fyrr
á 50 ára afmæli Rögnvaldar Gáfaða, bassaleikara sveitarinnar fyrir nokkrum árum, og hafa verið að spila út um allar koppagrundir síðan.

LOST gaf út plötuna Fastir í fegurðinni árið 2018, en boða nú fagnaðarerindið um að kæruleysi sé kærkomið með splunkunýjum miðaldrakallarokksmelli, Kærkomið kæruleysi.  Þessi boðskapur á svo sannarlega erindi við íslenska alþýðu á þessum síðustu og stressuðustu tímum.  Það tekur heldur ekki mikinn tíma frá öðru að hlusta á verkið þar sem lagið er einungis rúmar tvær mínútur að lengd.

Kærkomið kæruleysi er fáanlegt á Spotify, Youtube og Facebook.  Vonast hljómsveitarmeðlimir til að lagið komi á aðrar tónlistarveitur hið allra fyrsta, en eru samt sem áður býsna kærulausir með það.

Spotify: https://open.spotify.com/track/359NBizmsD9TnO2AkOwSTG?si=IEXnwqFbTqyjCv7MjQFv2Q
Youtube: https://youtu.be/rJZhURvVNe4
Facebook: https://www.facebook.com/hljomsveitinlost/videos/2958681927530291/

UMMÆLI