Mikael Breki á æfingum með Molde FKMikael í æfingagalla Molde FK, mynd: KA.is

Mikael Breki á æfingum með Molde FK

Knattspyrnumaðurinn Mikael Breki Þórðarson, sem er leikmaður KA, mætti á fyrstu æfingu sína með norska fótboltafélaginu Molde FK í dag, þar sem hann er til reynslu. Mun hann æfa með liðinu út þessa viku.

Mikael er fæddur árið 2007 og hefur þegar spilað þrisvar með KA á þessu tímabili í Bestu deild karla í fótbolta, í fyrra varð hann yngsti leikmaður KA í efstu deild, þá aðeins rúmlega 15 ára gamall.

Molde FK á sér langa og stóra sögu í knattspyrnunni í Noregi og hefur liðið verið með þjálfara á borð við Age Hareide og Ole Gunnar Solskjær. Liðið endaði í 5. sæti Norsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Sambíó

UMMÆLI