Krónan Akureyri

Mikið fagnað á Vamos þegar Birkir komst í úrslit Idol

Mikið fagnað á Vamos þegar Birkir komst í úrslit Idol

Það var fjölmennt á Vamos í miðbæ Akureyrar í gær þegar sýnt var frá Birki Blæ að keppa í undanúrslitum sænsku Idol keppninnar. Frábær stemning myndaðist á staðnum og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar úrslitin urðu ljós eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Sjá einnig: Birkir Blær kominn í úrslit í sænska Idol

Það var mikil spenna í þætti gærkvöldsins en einn keppandi datt út í þætti gærkvöldsins áður en að þrír kepptu um plássin tvö í úrslitunum. Það var mikið fagnað í bæði skiptin þegar tilkynnt var að Birkir færi áfram.

Úrslitakvöldið fer fram eftir viku, þann 10.desember í Avicii höllinni í Stokkhólmi en Akureyringar geta fylgst með á Vamos.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó