Mikilvægar upplýsingar fyrir innritun í leikskóla á Akureyri 2021

Mikilvægar upplýsingar fyrir innritun í leikskóla á Akureyri 2021

Næsta haust er gert ráð fyrir innritun barna sem fædd eru í ágúst 2020 og fyrr í leikskóla Akureyrar. Upplýsingar um innritun verða sendar til foreldra í marsmánuði og því er mikilvægt að allar umsóknir hafi borist fyrir 1. febrúar næstkomandi.

Hér er hægt að sækja um leikskólapláss. 

Gert er ráð fyrir að foreldrum yngstu barna verði boðin leikskólavist fyrir börn sín í Árholti, Klöppum og í þeim skólum sem hafa laus rými. Nokkrir þættir ráða innritunaraldri í hverjum skóla, svo sem aldurssamsetning barnahópsins sem fyrir er, fjöldi umsókna, fjöldi lausra rýma ásamt aðstæðum innan skóla og á skólalóð. 

Þeir foreldrar sem hafa þegar sótt um leikskóla og vilja breyta vali sínu eru beðnir um að senda inn nýja umsókn. Í innritunarferlinu gildir ávallt nýjasta umsóknin. 

Foreldrar sem óska eftir flutningi milli leikskóla skila inn umsókn í þjónustugátt Akureyrarbæjar

Upplýsingar um innritun má finna í 2. kafla í reglum um leikskólaþjónustu. Nánari upplýsingar gefur Sesselja Sigurðardóttir leikskólaráðgjafi í síma 460-1453 eða í netfanginu sesselja@akureyri.is.

UMMÆLI