Minn tími mun koma

Háskólinn á Akureyri.

Málþing um málefni eldri borgara verður í hátíðarsal Háskólans á Akureyri, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 12.00–13.30
Kjör lífeyrisþega hafa verið mikið í umræðunni. Félagsmálaráðherra segir eldri borgara vera í forgangi og að þessi þjóðfélagshópur hafi notið ríkulegra kjarabóta að undanförnu. Á sama tíma gagnrýna margir ellilífeyriskerfi almannatrygginga, segja það óréttlátt og ósveigjanlegt og til þess fallið að hrekja fólk út af vinnumarkaðnum. Þetta mál verður til umræðu á hádegismálstofunni.

Til máls taka:
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara: Að eldast með reisn
Árni V. Friðriksson, framkvæmdastjóri Raftákns ehf.: Þurfum við sjálf að leggja fyrir til efri áranna?
Bryndís Óskarsdóttir, ferðaþjónustubóndi Skjaldarvík Guesthouse: Opnir gluggar
Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga SAk: Drekinn!
Fundarstjóri: Sigríður Stefánsdóttir

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis!

UMMÆLI