Misjöfn byrjun hjá blakliðunum

Þrír blakleikir í Mizunodeildinni fór fram um helgina í KA heimilinu þegar KA tók á móti Þrótturum frá Neskaupstað.
Tveir leikir fóru fram í gær og byrjuðu stelpurnar. Þar unnu Þróttarar nokkuð öruggann 3 – 0  sigur á heimastelpum.
Strax á eftir stelpunum tóku KA strákarnir á móti karlaliði Þróttara og var þar mikil barátta sem endaði með góðum 3 – 0 sigri heimamanna.

Seinni kvennaleikur KA og Þróttar Nes fór fram 8. okt í KA heimilinu.
Leikmenn beggja liða mættir ákveðnir til leiks og mikil barátta um hvert stig. Þróttarar sigu rólega framúr en KA stelpur ákveðnar í að hleypa þeim ekki langt framúr sér. Áfram hélt baráttan, mikill hiti í leikmönnum og þjálfurum og þurftu bæði liði að taka leikhlé í fyrstu hrinunni.

Þróttarar höfðu þó góða yfirhönd og unnu leikinn 25 – 16.
Áfram hélt baráttan í annarri hrinu og var jafnt í stöðunni 11 – 11. Og ennþá jafnt í stöðunni 13 – 13. Í lok hrinunnar voru Þróttarar búnar að loka á KA stelpurnar með þéttri hávörn og unnu hrinuna 25 – 18.
Þróttarar byrjuðu betur í þriðju hrinu og komust í 8 – 1. KA stelpur vöknuðu og tóku fjögur stig og komust í 8 – 5. Ekki dugði það og endaði hrinan 25 – 9 Þrótturum í vil og voru þær þá búnar að vinna leikinn 3 – 0.

Seinni leikur hjá strákunum fer fram á þriðjudaginn næsta á heimavelli Þróttara.

 

Sambíó

UMMÆLI