Mömmur og möffins bjargað – Leita að sjálfboðaliðum

Mömmur og möffins bjargað – Leita að sjálfboðaliðum

Anna Sóley Cabrera hefur tekið að sér umsjón Mömmur og möffins um verslunarmannahelgina í ár. Á dögunum var lýst eftir nýjum umsjónaraðilum fyrir viðburðinn sem hefur fest sig í sessi á Akureyri undanfarin ár.

Anna Sóley hefur fundað með fyrrum umsjónaraðilum og tekið við keflinu ásamt tveimur vinkonum sínum. Þær leita nú eftir fleiri sjálfboðaliðum til að aðstoða við að baka hátt í 2000 möffins fyrir viðburðinn.

Síðustu ár hafa safnast töluverðar fjárhæðir á viðburðinum sem hafa runnið í góð málefni. Undanfarin ár hefur allur ágóði af Mömmur og möffins viðburðinum runnið til fæðingadeildar Sjúkrahússins á Akureyri.

Svo hér er ég bara alveg á milljón ađ hafa sambönd og virkja tengslanetið mitt til þess ađ gera viđburðinn að veruleika. Ína Steinke vinkona mín er búin ađ vera mín hægri hönd síðustu tvo daga, viđ erum búnar að taka alveg nokkur símtölin og svo var Kolbrún Dögg ađ bætast í hópinn. Við erum þrjár núna en óskum eftir miklu fleiri mömmum til ađ vera með okkur,“ segir Anna Sóley.

UMMÆLI

Sambíó