Prenthaus

Múlaberg vann til verðlauna á BCA

Múlaberg vann til verðlauna á BCA

Veitingastaðurinn og kokteilbarinn Múlaberg á Akureyri vann um helgina til verðlauna á verðlaunahátíðinni BCA (e. Bartender‘s Choice Awards). BCA var stofnað árið 2010 og eru verðlaunin viðurkennd sem þau virtustu í norrænu barsenunni. Verðlaunin voru afhent í Kaupmannahöfn í gær, 12. mars.

Múlaberg var tilnefnt til tveggja verðlauna á hátíðinni í ár, sem besti kokteilbar á Íslandi og í vali fólksins (People’s Choice). Múlaberg vann í vali fólksins eftir kosningu. Þrír staðir frá Íslandi voru tilnefndir í hverjum flokki en Jungle Cocktail Bar í Reykjavík var valinn besti kokteilbar Íslands af dómnefnd.

Múlaberg gekk undir talsverðar breytingar þegar nýir eigendur tóku við staðnum sumarið 2020 og lögð hefur verið mikil áhersla á barinn, vínúrval og kokteila síðan þá.

Hægt er að sjá alla verðlaunahafa á hátíðinni í ár með því að smella hér.

UMMÆLI