Nýtt leiktæki hefur verið sett upp í Múmínskóginum í Kjarnaskógi. Á einungis einni viku reistu þeir Krzysztof verkstjóri hjá Jóhann Helgi & Co ehf og hans vinnumenn Múmínkastalann fyrir Míu. Verkinu er þó hvergi nærri lokið, öryggissvæði og umgjörð öll er næsta mál á dagskrá.
Í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga á Facebook segir að Krzyzstof og hans menn hafi mætt síðastliðinn mánudag og unnið hröðum hönum.
„Undirbúningur hefur staðið um hríð. Starfsfólk okkar , verktakar og nemendur Menntaskóla Akureyrar hafa komið þar að málum og gaman að sjá gamla, kræklótta síberíulerkilundinn á Kjarnavelli öðlast nýtt líf sem Múmínskógur, sjálfstæð eining innan Kjarnaskógar sem hýsa mun fjölskyldumeðlimi Míu auk annara sögupersóna þess ágæta ævintýris eins og Snorksins og Snorksstelpunnar, Morrans, Hemúlsins, Hattífattanna osfrv.“
„Aðdáunarvert að sjá þessa samhentu harðduglegu fagmenn að störfum og takk fyrir frábærlega unnið verk kæru vinir Krzysztof, Mariusz og Arek,“ segir í tilkynningu Skógræktarfélagsins.
UMMÆLI