Múmínturninn tilbúinn og viðræður við rétthafa ganga vel

Múmínturninn tilbúinn og viðræður við rétthafa ganga vel

Múmínkastalinn í Ævintýraskóginum í Kjarnaskógi er tilbúinn og ævintýraþyrst börn sem heimsækja skóginn geta nú spókað sig í þessum glæsilega turni. Þetta kemur fram í tilkynningu Skógræktarfélags Akureyrar á Facebook.

Bygging hússins hefur vakið töluverða athygli undanfarið vegna höfundarlaga. Í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Eyjafjarðar fyrr í sumar var greint frá því að kastalinn og önnur leiktæki sem fyrirhugað væri að setja upp í Ævintýraskóginum séu úr vörulínu leiktækjafraleiðandans Lappset í Finnlandi (Moomin play) og að þau væru framleidd í samstarfi og með samþykki rétthafa (mommin characters). Uppsetning þeirra væri því í engu frábrugðin uppsetningu annara leiktækja á Íslandi.

Í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla um höfundarrétt leiktækja kom þó í ljós að Snorkstelpan sem stóð í Kjarnaskógi og er sprottin úr listasmiðju barna, afsprengi lestrarátaks sem Skógræktarfélagið ásamt fleirum hratt af stað fyrir nokkrum árum sé höfundarréttarvarin. Skógræktarfélagið setti Snorkstelpuna í kjölfarið í slipp og hóf viðræður við rétthafa.

Í tilkynningu félagsins fyrir helgi segir að samskipti hafi verið góð og að málunum miði vel fram.

„Við höfum átt í afar góðum samskiptum við Akureyrarbæ, rétthafa múmínævintýranna, fulltrúa framleiðanda múmínhússins o.s.frv. Við hlökkum til að vinna áfram að framgangi ævintýraskógarins.“

UMMÆLI