Mýflug segir upp öllum flugmönnum

Mýflug segir upp öllum flugmönnum

Flugfélagið Mýflug hefur sagt upp öllum sínum flugmönnum, alls þrettán talsins. Leifur Hallgrímsson, framkvæmdastjóri flugfélagsins, segist í samtali við mbl vonast til þess að geta endurráðið sem flesta, ef ekki alla, áður en uppsagnarfrestur rennur út. Hann segir uppsagnirnar stafa af verkefnaleysi. Eins og staðan er í dag sinnir flugfélagið aðeins einu flugi milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði og segir Leifur ekki þörf á þrettán flugmönnum til að sinna því.

Mýflug bauð nýverið í flug til Vestmannaeyja og Húsavíkur en í samtali við mbl segir Leifur að félagið hafi engin svör fengið frá Vegagerðinni hvað þau boð varðar. Rekstur Mýflugs hefur verið afar erfiður þetta árið en um áramótin tapaði félagið samning um sjúkraflug og einnig hefur það, að sögn Leifs, tapað tugmiljónum króna á fjárfestingu sinni í flugfélaginu Erni.

Mbl.is greindi fyrst frá.

Sambíó

UMMÆLI