Myndband: Magnaður flutningur Mammút á Götubarnum

Iceland Airwaves hátíðin fór að hluta til fram á Akureyri í fyrsta skipti nú á fimmtudag og föstudag. Frábær dagskrá var í boði fyrir tónleikagesti á Akureyri og einnig var boðið upp á svokallaða off-venue dagskrá víða þar sem gestir gátu notið tónlistarinnar á hátíðinni að kostnaðarlausu.

Götubarinn var einn af þeim stöðum sem bauð upp á off-venue dagskrá. Bandaríska útvarpsstöðin The Current sendi beint út frá staðnum á fimmtudag og föstudag. Stærstu nöfnin á hátíðinni komu við og spiluðu lög fyrir gesti staðarins. Þeirra á meðal var íslenska rokkhljómsveitin Mammút sem spiluðu í Hofi á fimmtudagskvöld við frábærar undirtektir. Fyrir tónleikana í Hofi mætti hljómsveitin á Götubarinn og flutti lagið Bye Bye. Myndband af flutningnum sem The Current deildi á Facebook síðu sinni má sjá hér að neðan.

UMMÆLI