Myndband: Starfsmaður Nespresso í Boston er aðdáandi KÁ-AKÁ

Mr. Worldwide

Starfsmaður Nespresso í Boston vakti athygli á Twitter um helgina vegna ástar sinnar á íslensku rappi. Stefán Pálsson sagði frá því á Twitter aðgangi sínum að í Boston hefði maður afgreitt hann sem tjáði honum að hann væri mikill aðdáandi Emmsjé Gauta, Friðriks Dór og Jóns Jónssonar ásamt því að hann hafi elskað nýju plötuna með Jóa Pé og Króla.

Jón Jónsson svaraði Stefáni með myndbandi sem hann hafði tekið af umræddum afgreiðslumanni sem ber nafnið Connor. Þar segir Connor Jóni að hann hlusti mikið á íslenskt rapp eins og KÁ-AKÁ og Bent. Þar er Connor væntanlega að vísa til lagsins Yuri sem KÁ-AKÁ og Bent syngja einmitt saman.

Framburður Connor á listamannanafni KÁ-AKÁ er ansi skemmtilegur en hann kallar hann einfaldlega Kaka. Jón spyr Connor einnig hvert sé uppáhalds lag hans með bróðir sínum Friðriki Dór. Framburðurinn í svari Connors þá er óaðfinnanlegur þegar hann tilkynnir Jóni að það sé popplagið Keyrumettígang.

Connor er væntanlega glaður þessa dagana þar sem rapparinn KÁ-AKÁ eða Halldór Kristinn Harðarsson lauk nýlega við tökur á fimm laga mixteipi sem hann gefur út á næstu dögum. Hægt er að sjá myndbandið af Connor og Jóni Jónssyni hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó