Nauðsynleg uppbygging flugvallarins á Akureyri


Stjórn Markaðsstofu Norðurlands sendi frá sér fréttatilkynningu á dögunum og bendir þar á eftirfarandi í ljósi umræðu um uppsetningu á ILS aðflugsbúnaði fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli:

Í öllum viðræðum við erlend flugfélög sem eru að skoða möguleika á beinu flugi til Akureyrar hefur komið fram að það skipti flugfélögin miklu máli að þessi búnaður verði til staðar. Nýjustu samskiptin við breska flugfélagið Titan Airways, sem mun fljúga fyrir ferðskrifstofuna Super Break með ferðamenn frá Bretlandi til Akureyrar næsta vetur, undirstrika þetta vel. Í bréfi frá Titan Airways segir að ILS búnaður fyrir aðflug úr norðri muni auka sveigjanleika og nýtingarmöguleika vallarins, ekki einungis fyrir Titan Airways heldur einnig önnur flugfélög núna og til framtíðar. Einnig segir í bréfinu að þessi búnaður spili stóran þátt í framtíðaruppbyggingu flugvallarins.

Stjórn Markaðsstofunnar tekur heils hugar undir umræðu um nauðsyn þess að fjármagna stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli. Stækkun flughlaðs og uppsetning betri aðflugsbúnaðar eru þó ekki verkefni sem útiloka hvort annað – þvert á móti eru þau bæði nauðsynleg fyrir uppbyggingu flugvallarins og framtíðarsamgöngur á Norðurlandi. Auk þess er stækkun flughlaðsins mun stærri og kostnaðarsamari framkvæmd en uppsetning ILS búnaðarins og því myndu fjármunirnir sem það kostar að setja upp ILS hrökkva skammt í gerð flughlaðs. Ljóst er að veita þarf mun meiri fjármunum til vallarins en gert hefur verið undanfarin ár til þess að gera hann í stakk búinn til að sinna betur hlutverki sínu sem varaflugvöllur og önnur fluggátt til Íslands.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó