Naumur sigur Þór á BreiðablikiMynd/Þór

Naumur sigur Þór á Breiðabliki

Þór vann nauman sigur á Breiðabliki þegar liðin áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöld í 1. deild karla í körfubolta.

„Leiknum lauk með eins stigs sigri okkar manna, 96-95 eftir spennandi lokamínútur en Þórsliðið leiddi leikinn lengstum án þess að ná að hrista gestina almennilega af sér,“ segir á vef Þór. Þar er einnig bent á tölfræði úr leiknum – Smelltu hér til að skoða tölfræðina úr leiknum.

Næsti leikur Þórs er útileikur gegn Hamri þann 7. mars næstkomandi.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó