Neistaflug haldið í 24. sinn

Neistaflug haldið í 24. sinn

Í dag hefst dagskrá Neistaflugs í Neskaupstað í 24. sinn. Bærinn fer í annan búning og fólk streymir í fjörðin fagra. Í ár verða breytingar á hátíðinni en núna verður hátíðarsvæðið uppá fótboltavelli bæjarins.

Hoppukastalaborg, smátjaldamarkaður,veitingartjald og stóra sviðið allt á sama svæði. Öll skemmtun á hátíðarsviðinu er frí fyrir almenning. Amabadama, Todmobile, Stuðlabandið, Dimma, Áttan, Rúnar Freyr og Halli Melló, Íþróttaálfurinn, Leikhópurinn Lotta verða öll á staðnum og meira til.

Dagskráin er afar fjölbreytt í ár og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á www.neistaflug.is. Öll dagkrá á stóra sviðinu á hátíðarsvæðinu er frí fyrir almenning en á kvöldin er boðið uppá allskyns tónleika og böll og kostar inn á það.

Það er ekki bara dagskrá uppá hátíðarsvæði því útum allan bæ er mikið um að vera. Sápubolti, brunaslöngubolti, Frisbeegolf, kassabílarallý, Barðsneshlaup, dorgveiðikeppni svo eitthvað sé nefnd. Það má því segja að það sé nóg um að vera í Neskaupstað um helgina og vonandi skemmta allir sér vel.

UMMÆLI