Kvennaathvarfið
Færeyjar 2024

Nemendur fá frí námsgögn á Dalvík næsta vetur

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar mun skaffa nemendum í Dalvíkurskóla og Árskógsskóla öll nauðsynleg námsgögn á komandi skólaári. N4 greinir frá því að skólastjóri Dalvíkurskóla skrifað byggðarráði bréf, þar sem bent er á að nokkur sveitarfélög hafi tekið þá ákvörðun að bjóða nemendum grunnskóla upp á námsgögn nemendum að kostnaðarlausu.

Áætlaður kostnaður Dalvíkurbyggðar er um 4500 krónur á nemenda eða 1,1 milljón króna í heildina.

Fyrr í júlí ákvað fræðslusvið Akureyrarbæjar að gera hluta af námsgögnum fyrir nemendur bæjarins gjaldfrjálsan. Allir nemendur grunnskóla Akureyrarbæjar munu hafa aðgang að stílabókum, blýöntum, strokleðri, litum, skærum, lími og vasareikni frá og með næsta hausti en foreldrar þurfa áfram að sjá börnum sínum fyrir íþrótta- og sundfötum auk skólatösku.

Sjá einnig:

Akureyrarbær sér grunnskólabörnum fyrir námsgögnum

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó