Nettó byrjar með heimsendingu á Akureyri

Nettó byrjar með heimsendingu á Akureyri

Nettó hefur nú byrjað með heimsendingar á matvöru á Akureyri. Þessi nýjung hefur hingað til aðeins verið í boði á höfuðborgarsvæðinu er nú komin til Akureyrar.

Hægt er að panta allar vörur Nettó á netinu og annað hvort sótt þær tilbúnar í verslunina, án aukagjalds, eða fengið heimsent fyrir 990 kr. Það tekur aðeins 90 mínútur að fá vörurnar sendar heim en einnig er hægt að forpanta heimsendingu á ákveðnum tíma fram í vikuna.
Ef keypt er fyrir meira en 15.000 kr. kostar heimsending ekkert.

Ljóst er að heimsending matvöru er mikill kostur, sérstaklega fyrir þá sem hafa t.d. ekki aðgang að bifreið eða hafa lítinn tíma milli handanna til að fara í matvörubúðina.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um málið eða hreinlega byrja að versla á netinu.

Sambíó

UMMÆLI


Goblin.is