Prenthaus

Nettó og Fiskkompaní opna í nýrri verslun á Glerártorgi

Nettó og Fiskkompaní opna í nýrri verslun á Glerártorgi

Nettó mun í næsta mánuði opna nýja verslun á nýjum stað á Glerártorgi. Verslunin mun færa sig í svæðið þar sem verslun Rúmfatalagersins var áður. Þetta kemur fram í Vikublaðinu.

„Áætlað er að opna nýja Nettó Glerártorg þann 23.febrúar næstkomandi, heildarrýmið eru um 2200 fm og það verður nýr blær yfir henni þó áfram með þá sterku stefnu sem Nettó er með, þar sem þú færð meira fyrir peninginn og vöruúrvalið er framúrskarandi. Við erum spennt að opna þessa glæsilegu verslun með sér inngangi ásamt því að tengjast inn á  Glerártorg,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs  og samskiptasviðs hjá Samkaupum sem rekur Nettó verslanirnar, í Vikublaðinu. 

„Helstu nýjungar verða í skyndilausnum, sem verður gaman að sýna Akureyringum þegar við opnum. Í samfloti við opnun versluninnar þá mun opna Sælkerafiskibúðin Fiskkompaní – sem verður frábær viðbót við Torgið og skemmtilegt samstarf fyrir okkur í Nettó.“

Í Vikublaðinu er einnig haft eftir Gunni að Samkaup hafi óskað eftir því að fá að stækka húsið sem hýsir verslun Nettó við Hrísalund og er sá bolti enn hjá Reitum sem eru eigendur hússins.

Sambíó

UMMÆLI