Krónan Akureyri

Netverjar hrauna yfir Tripical: „Leggja þetta rusl niður“

Netverjar hrauna yfir Tripical: „Leggja þetta rusl niður“

Ferðaskrifstofan Tripical hefur verið mikið í fréttum síðustu daga eftir tölvupóst sem var sendur á útskriftarnemendur í Menntaskólanum á Akureyri þar sem þeim var tilkynnt að þau hefðu minna en einn sólarhring til þess að ákveða sig hvort þau treystu sér í útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní.

Sjá einnig: Ætla sér ekki að endurgreiða útskriftarferð menntskælinga

Ferðaskrifstofan bauð ekki upp á þann kost að endurgreiða ferðina en bauð upp á fjóra valmöguleika í stað ferðarinnar, þar á meðal fimm daga ferð á Hellu. Nemendur vilja ferðina endurgreidda.

Töluverð umræða hefur skapast um málið í netheimum. Í athugasemd við frétt Kaffið.is vegna málsins segir einn aðili: „Ef þetta fyrirtæki nær að stela 40 milljónum af þessum krökkum þá vona ég ekkert ykkar sem þetta les eigi viðskipti við það í framtíðinni.“

Annar skrifar: „Þetta er bara ekki í lagi að koma svona fram. Spurning hvort 190 ellilífeyrisþegar hefðu fengið þessi sömu „frábæru“ tilboð við svipaðar aðstæður.“

Á samfélagsmiðlinum Twitter hefur einnig myndast lífleg umræða um málið þar sem flestir eru sammála um það að þjónusta Tripical sé í besta falli hlægileg.

Sambíó

UMMÆLI

Ketilkaffi