Netverslun Nettó opnar á Akureyri: „Hlökkum mikið til sjá hvernig Akureyringar taka þessari viðbót“

Netverslun Nettó opnar á Akureyri: „Hlökkum mikið til sjá hvernig Akureyringar taka þessari viðbót“

Netverslunin hefur slegið í gegn á höfuðborgarsvæðinu og stefnt er á að auka enn frekar umsvif á landsbyggðinni. Spennandi að sjá hvernig Akureyringar taka viðbótinni.

Netverslun Nettó hefur opnað á Akureyri og gefst viðskiptavinum nú kostur á að panta vörur á netinu og sækja tilbúnar í verslun Nettó á Glerártorgi eða fá sendar heim.

„Við fórum af stað með netverslunina á höfuðborgarsvæðinu haustið 2017 og þjónustan hefur slegið rækilega í gegn. Við sjáum öran vöxt milli mánaða og fögnum því vitaskuld, “ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.

Hann segir að fljótlega eftir opnunina hafi viðskiptavinir utan höfuðborgarsvæðisins sett sig í samband við stjórnendur og óskað eftir að netverslunin yrði opnuð á fleiri stöðum á landinu. „ Við völdum að stíga varlega til jarðar og ná vel utan um þjónustuna á höfuðborgarsvæðinu áður en við héldum lengra. Því erum við öll afskaplega glöð yfir að geta mætt óskunum núna og hlökkum mikið til sjá hvernig Akureyringar taka þessari viðbót,“ segir Gunnar Egill.

Netverslunin hefur mælst gríðarlega vel fyrir og hlaut á dögunum  ÁRUNA, árangursverðlaun ÍMARK, Samtaka markaðsfólks á Íslandi, fyrir framúrskarandi árangur.

Gunnar segir í kortunum að fjölga netverslunarstöðvum enn frekar.

„Með netversluninni okkar höfum við í raun bætt við okkur ígildi heillar verslunar hvað varðar aukningu á viðskiptavinum. Það segir okkur heilmargt. Við leggjum okkur fram um að  hlusta á viðskiptavini okkar og við finnum að fjölgun afgreiðslustöðva á landsvísu er það sem koma skal, en við höldum áfram að stíga aðeins eitt skref í einu og Akureyri er okkar fyrsta af mörgum.  Nettó er sífellt að vinna að því að gera betur og leita leiða til að auðvelda innkaupin enn frekar. Við erum spennt fyrir að halda áfram að vera leiðandi í matvöruverslun á netinu.“

UMMÆLI