Krónan Akureyri

Niceair aflýsir öllum flugferðum til London í júní

Niceair aflýsir öllum flugferðum til London í júní

Öllum flugferðum flugfélagsins Niceair til London í júní hefur verið aflýst. Þetta kom fram í tilkynningu frá flugfélaginu í gær. Í tilkynningunni segir að í ljósi vand­kvæða við flug til og frá Bretlandi muni Nicea­ir af­lýsa fyr­ir­huguðum flug­ferðum til Bret­lands í júní. Flug­ferðir til Bret­lands verði ekki bók­an­leg­ar fyrr en var­an­leg lausn er kom­in á.

Öllum farþegum verður boðin end­ur­greiðsla, og þeim sem vilja hjálpað að kom­ast á áfangastað er­lend­is eða heim aft­ur.

„Eft­ir því sem næst verður kom­ist felst vand­inn m.a. í því að Ísland er með tví­hliða samn­ing við Bret­land um flugþjón­ustu og Bret­land er með sams kon­ar samn­ing við Evr­ópu­sam­bandið. Þess­ir tveir samn­ing­ar skar­ast í Bretlandi. Vanda­málið byrj­ar þegar flytja á farþega frá Bretlandi til Íslands af flugrek­anda með heim­il­is­festi í Evr­ópu­sam­band­inu (en ekki í Bretlandi eða á Íslandi),“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Um sjö­tíu farþegar sem áttu bókað flug með Nicea­ir til London í gær þurftu að bíða lengi án upplýsinga á Akureyrarflugvelli í gær.

„Starfsfólk Niceair hefur unnið þrekvirki í að koma öllum farþegum sem bókaðir voru og þáðu hjálp áfram á áfangastað eftir öðrum leiðum, en við urðum að grípa til þess óyndisúrræðis að aflýsa flugum út júní. Þetta gerum við í varúðarskyni, en við vonumst vitanlega til þess að leysa þessi mál innan þess tíma.Við höfum notið góðrar hjálpar íslenskra stjórnvalda, Utanríkisráðuneytis og Samgöngustofu, auk þess sem breska sendiráðið hafði góða aðkomu að málinu.Ég harma að hafa valdið röskun á högum fólks sem sannarlega ætlar sér að styðja við bakið á okkur en hér lendum við í aðstæðum sem rekja má til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga sem aðild eiga að þrjú þjóðríki og tvö viðskiptabandalög. Við þurftum að koma þessum tíðindum sem fyrst til sem flestra og því var send út fréttatilkynning um hádegisbil. Ekki var búið að senda aflýsingu á flugi á mánudag til farþega og eru einhverjir ósáttir við það, sem ég skil vel, en þetta var mat okkar að ná til sem flestra fyrst. Að öllu öðru leyti hefur gengið mjög vel þessa fyrstu viku. Flug til Kaupmannahafnar og Tenerife hafa gengið mjög vel og er bókunarstaða góð út sumarið,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson í Facebook færslu um málið sem má lesa í heild hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó