Krónan Akureyri

Niceair bætir við flugum til Tenerife í vetur

Niceair bætir við flugum til Tenerife í vetur

Norðlenska flugfélagið Niceair mun fljúga til Tenerife í nóvember og desember. Flogið verður á 11 daga fresti og aukaflug verða svo um jólin. Eftir áramót verður flogið vikulega til Tenerife til 22. mars 2023. Flugin eru nú þegar bókanleg.

Í sumar flýgur Niceair til Kaupmannahafnar, London og Tenerife og næsta vetur mun Manchester borg í Englandi bætast við. Í haust mun flugfélagið kynna nýjan áfangastað og nú stendur yfir kosning um hvaða áfangastaður verður fyrir valinu.

Sjá einnig: Niceair kynnir nýjan áfangastað í haust

Krónan Akureyri

UMMÆLI

Krónan Akureyri