Níutíu og sex brautskráðir frá VMA í gær

Níutíu og sex brautskráðir frá VMA í gær

Níutíu og sex nemendur brautskráðust frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi. Í það heila tóku þessir 96 nemendur við 108 skírteinum af nítján námsbrautum eða -leiðum. Í maí sl. brautskráði skólinn 153 nemendur og því er heildarfjöldi brautskráðra nemenda skólans á þessu ári 249. Flestir þeir nemendur sem brautskráðust í dag ljúka námi sínu samkvæmt nýrri námsskrá.

Viðurkenningar
Ýmsar viðurkenningar voru veittar fyrir frammúrskarandi árangur á nám- og félagssviðum meðan á námi stóð.

 

Verðlaun fyrir bestan árangur í samfélagsgreinum, veitt úr Minningarsjóði Alberts Sölva Karlssonar: Birkir Andri Stefánsson

Verðlaun fyrir bestan árangur á sjúkraliðabraut, gefin af Sjúkrahúsinu á Akureyri: Katla Snorradóttir

Verðlaun fyrir bestan árangur í faggreinum matreiðslu, gefin af Klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi: Sigurður Rúnar Guðmundsson

Verðlaun fyrir bestan árangur í ensku, gefin af SBA-Norðurleið, og fyrir bestan árangur í íslensku, gefin af Pennanum Eymundsson: Margreti Rún Auðunsdóttur

Verðlaun fyrir bestan árangurí hönnunar- og textílgreinum á listnámsbraut, gefin af  Kvennasambandi Eyjafjarðar: Guðrún B. Eyfjörð Ásgeirsdóttir og Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir

Verðlaun fyrir bestan árangur í greinum sem tengjast heilbrigði og lýðheilsu, gefin af Embætti landlæknis, í tilefni af því að VMA tekur þátt í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli sem er stýrt er af Embætti landlæknis: Katrín María Árnadóttir

Verðlaun fyrir bestan árangur í rafvirkjun, gefin af Rönning. Viktor Ólason hlýtur verðlaun fyrir bestan árangur í rafvirkjun – skólaleið og Fjóla S. Árnadóttir fyrir bestan árangur í rafvirkjun – meistaraleið.

Hvatningarverðlaun VMA, gefin af Gámaþjónustunni, eru veitt nemanda sem hefur verið fyrirmynd í námi, sýnt miklar framfarir í námi, starfað að félagsmálum nemenda, haft jákvæð áhrif á skólasamfélagið eða verið sér, nemendum og skólanum til sóma á einhvern hátt: Nanna Soffía Jónsdóttir, sem hefur á námstíma sínum sýnt seiglu, mikinn dugnað og elju til að ná markmiðum sínum þrátt fyrir veikindi.

Verðlaun fyrir bestan árangur í myndlistargreinum listnámsbrautar, gefin af Slippfélaginu, og verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi, gefin af A4: Maríanna Ósk Mikaelsdóttir.

Blómvendir til þeirra nemenda sem hafa setið í stjórn Þórdunu eða komið með öðrum hætti að félagslífinu í skólanum: Auðunn Orri Arnarsson,Eygló Ómarsdóttir, Ólöf Inga Birgisdóttir, Einar Örn Gíslason og Haukur Sindri Karlsson

UMMÆLI

Sambíó