Nökkvi frá KA til Belgíu

Nökkvi frá KA til Belgíu

Knattspyrnumaðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson er að ganga til liðs við belgíska félagið Beerschot. Nökkvi hefur verið frábær fyrir lið KA í sumar og er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar á Íslandi.

Sjá einnig: 10 bestu – Nökkvi Þeyr Þórisson

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, staðfesti þessar fréttir í samtali við Fótbolta.net í dag. Beerschot kom með tilboð í Nökkva í gær og félögin hafa nú náð samkomulagi. Nökkvi er nú á leið til Belgíu þar sem hann mun fara í læknisskoðun í kvöld.

Hann var samningsbundinn KA út tímabilið 2024 og því er ljóst að Beerschot kaupir leikmanninn frá KA. Beerschot spilar í annarri deild Belgíu.

Sambíó

UMMÆLI