Norðlendingar mega reikna með 10 til 15 stiga hita í vikunni

Norðlendingar mega reikna með 10 til 15 stiga hita í vikunni

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að Norðlendingar megi reikna með allt að tíu til fimmtán stiga hita á fimmtudaginn næstkomandi.

Einar segir að miklum hitabreytingum sé spáð í vikunni þar sem mjög milt loft kemur úr suðri.

„Hlýjast verður á miðvikudag og einkum þó á fimmtudag þegar norðlendingar mega reikna með 10-15 stiga hita í sunnan þey. Þessu veldur rísandi bylgja í vestanvendabeltinu og hún færir yfir landið loft af mjög suðlægum uppruna,“ skrifar Einar á Facebook síðu sinni.

„Mildasta loftið staldrar ekki lengi við og kólnar aftur undir helgi, en þó ekki tiltakanlega. En snjór leysir fyrir norðan og í einhverjum mæli einnig til fjalla eins og gefur að skilja,“ skrifar hann.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó