Norðlenska Greifamótið haldið í fyrsta sinn

Það verður boðið upp á handboltaveislu á Akureyri um helgina þegar Norðlenska Greifamótið fer fram í KA-heimilinu og Íþróttahöllinni. Bæði verður leikið í karla- og kvennaflokki.

Hjá körlunum keppa sex lið um titilinn. Ásamt Akureyri og KA munu Grótta, ÍR, Stjarnan og HK leika. Í kvennaflokki mæta KA/Þór með tvö lið til leiks og þá munu ÍR og Afturelding keppa.

„Þetta er úrvalstækifæri til að koma sér í handboltagírinn enda mjög spennandi og skemmtilegt tímabil framundan þar sem öll liðin fyrir norðan munu leika í efstu deild. Það er frítt inn á alla leiki í mótinu og því ekki spurning um að mæta og fylgjast með undirbúning liðanna,” segir í tilkynningu á heimasíðu KA.

KA-TV mun sýna frá öllum leikjum í KA-heimilinu. Hér að neðan má sjá dagskrá helgarinnar af KA.is

Fimmtudagur 23. ágúst

Staður Tími Keppni Leikur
KA-Heimilið 17:30 KVK KA/Þór – KA/Þór U
KA-Heimilið 19:30 KK – R1 KA – Grótta
Höllin 19:30 KK – R2 Akureyri – Stjarnan

Föstudagur 24. ágúst

Staður Tími Keppni Leikur
KA-Heimilið 16:30 KK – R1 ÍR – Grótta
Höllin 17:00 KK – R2 HK – Stjarnan
KA-Heimilið 18:00 KVK KA/Þór – ÍR
Höllin 19:00 KK – R2 Akureyri – HK
KA-Heimilið 19:30 KK – R1 KA – ÍR
KA-Heimilið 21:00 KVK Afturelding – KA/Þór U

Laugardagur 25. ágúst

Staður Tími Keppni Leikur
KA-Heimilið 09:30 KVK Afturelding – ÍR
KA-Heimilið 11:00 KK Leikur um 5. sætið
KA-Heimilið 12:30 KVK KA/Þór – Afturelding
KA-Heimilið 14:00 KK Leikur um 3. sætið
KA-Heimilið 15:30 KK Leikur um 1. sætið
KA-Heimilið 17:00 KVK KA/Þór U – ÍR

UMMÆLI

Sambíó