Eigendur CrossFit Akureyri og Norður Akureyri hafa komist að samkomulagi um kaup Norður á Crossfit Akureyri. Rekstur stöðvanna verður sameinaður undir nafni Norður frá og með 1. febrúar næstkomandi.
Æfingastöðin Norður hóf starfsemi sína 1. júní á síðasta ári en eigendur stöðvarinnar eru þau Björk Óðinsdóttir, Blaine McConnel, Erlingur Óðinsson og Helga Sigrún Ómarsdóttir.
CrossFit Akureyri var stofnað haustið 2014 af breiðum hópi fólks sem átti það sameiginlegt að hafa áhuga á CrossFit.
UMMÆLI