Norðurlandameistaramót í Kraftlyftingum á Akureyri

Norðurlandameistaramót í Kraftlyftingum á Akureyri

Norðurlandameistaramót unglinga í Kraftlyftingum verður haldið á Akureyri dagana 21-22 september. Mótið er í umsjón Kraftlyftingafélags Akureyrar og verður mótið haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Sterkustu piltar og stúlkur norðurlandanna munu keppast um met, lágmörk og titlaí kraftlyftingum. Full dagskrá verður í höllinni frá morgni til kvölds. Áhorfendur fá frítt inn í stúkur en það mun kosta 1500 krónur að fylgjast með á gólfinu.

Aron Ingi Gautason, Íris Hrönn Garðarsdóttir, Sóley Margrét Jónsdóttir, Þorsteinn Ægir Óttarsson, Kara Gautadóttir og Karl Anton Löve munu keppa fyrir hönd KFA á mótinu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó