Fyrirtækið Norðursigling ehf. á yfir höndum sér 500.000 króna stjórnvaldasekt eftir ákvörðun Neytendastofu. Fyrirtækið er ákært fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun Neytendastofu frá 8. febrúar 2017.
Ákveðið var að banna skildi notkun myndmerkis og textans „Carbon Neutral“ í markaðssetningu fyrirtækisins. Það þótti villandi fyrir neytendur og ósanngjarnt gagnvart keppinautum. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Gögn málsins sýna að fyrirtækið notast enn víða við hugtakið „Carbon Neutral“ í markaðssetningarefni rúmum fimm mánuðum frá ákvörðun Neytendastofu.
Úrbætur Norðursiglingar á markaðssetningarefni fyrirtækisins þóttu því ófullnægjandi. Taldi Neytendastofa því nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið. Norðursigling hefur fjórar vikur til að kæra ákvörðun stofnunarinnar til áfrýjunarnefndar neytendamála.
Ákvörðun Neytendastofu má lesa í heild sinni hér.
Sjá einnig:
UMMÆLI