Flugfélagið Norlandair mun hætta áætlunarflugi til Húsavíkur þegar núverandi samningur við ríkið rennur út 15. mars. Guðbjartur Ellert Jónsson, fjármálastjóri Norlandair, kynnti stöðu og horfur flugfélagsins á fundi með Byggðarráði Norðurþings.
Byggðarráð telur samninginn hafa verið of skamman, þrátt fyrir góða nýtingu flugsins. Að mati ráðsins vantar lítið upp á að tryggja heilsársflug til Húsavíkur.
Í ljósi þessa skorar Byggðarráð á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála að tryggja samninga um áætlunarflug til Húsavíkur allt árið um kring.
UMMÆLI