Norlandair hættir áætlunarflugi til Húsavíkur 15. marsmynd/visithusavik.com

Norlandair hættir áætlunarflugi til Húsavíkur 15. mars

Flugfélagið Norlandair mun hætta áætlunarflugi til Húsavíkur þegar núverandi samningur við ríkið rennur út 15. mars. Guðbjartur Ellert Jónsson, fjármálastjóri Norlandair, kynnti stöðu og horfur flugfélagsins á fundi með Byggðarráði Norðurþings.

Byggðarráð telur samninginn hafa verið of skamman, þrátt fyrir góða nýtingu flugsins. Að mati ráðsins vantar lítið upp á að tryggja heilsársflug til Húsavíkur.

Í ljósi þessa skorar Byggðarráð á ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála að tryggja samninga um áætlunarflug til Húsavíkur allt árið um kring.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó