Ný brú yfir Eyjafjarðará vígð á morgun

Ný brú yfir Eyjafjarðará vígð á morgun

Brú yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár verður vígð við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 1. júlí kl. 18.

Á sama tíma verður tilkynnt um val dómnefndar á heiti brúarinnar að lokinni nafnasamkeppni.

Sjá einnig: Akureyrarbær efnir til verðlaunasamkeppni um heiti á nýja brú

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar):
Kl. 17.50 Hópreið hestamannafélagsins Léttis að brúnni með
Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra og
Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra Vegagerðarinnar.
Kl. 18.00 Athöfn hefst. Karlakór Eyjafjarðar syngur tvö lög.
Kl. 18.10 Ávörp og nafngift. Guðmundur Baldvin Guðmundsson
formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar og Bergþóra
Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar.
Kl. 18.20 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra klippir á
borða með aðstoð ungra hestamanna.
Kl. 18.25 Gengið, hjólað, hlaupið og riðið yfir brúna.
Kl. 18.30 Veitingar framreiddar á flötinni austan brúar.
Kl. 19.00 Dagskrárlok

UMMÆLI