KIA

Ný gerð skotfæra úr Hlíðarfjalli kemur í ljós við tiltekt

Ný gerð skotfæra úr Hlíðarfjalli kemur í ljós við tiltekt

Varðveislumenn minjanna hafa í leiðöngrum sínum í Hlíðarfjalli undanfarin sumur fundið tvær gerðir riffilskota og byssukúlur sem taldar eru vera úr skammbyssu eða hríðskotabyssu. Við yfirferð og flokkun á munum úr fórum setuliðsins sem fundist hafa í fjallinu og Varðveislumenn minjanna hafa tekið í sína vörslu, kom óvænt lítil patróna í leitirnar (sjá til hægri á mynd). Patrónan fannst í fjallinu ásamt öðrum smámunum sumarið 2019 og fór í geymslu eins og aðrir munir úr þeim leiðangri, án þess að leiðangursmönnum væri ljóst að þarna væri um skotfæri að ræða.

Eftir að grunur kom upp um að hér væri enn ein gerðin af skotfærum á ferðinni var hafist handa við að greina litla járnhólkinn. Svo virðist sem um svokallað rimfire skothylki sé að ræða af gerðinni .22 Long. Skothylkin voru fyrst framleidd árið 1871 í Bandaríkjunum og eru enn í framleiðslu. Á sínum tíma voru þau bæði notuð í riffla og skammbyssur. Patrónan litla sem er aðeins 15 mm að lengd er þannig fjórða tegundin af skotfærum sem finnst í æfingabúðum setuliðsins við rætur Hlíðarfjalls.

Sjá: Fleiri byssukúlur frá setuliðinu finnast í Hlíðarfjalli og

Byssukúla úr seinni heimsstyrjöldinni fannst í Hlíðarfjalli.

Heimild: Grenndargralið.

Sambíó

UMMÆLI