Ný rauð ljós á Akureyri tilvalin fyrir „selfie“ myndatökur

Ný rauð ljós á Akureyri tilvalin fyrir „selfie“ myndatökur

Í dag voru sett upp umferðarljós á lóðinni við Hof á Akureyri. Ljósin munu þó ekki stýra neinni umferð en á þeim skín einungis hjartalaga rautt ljós. Ljósin voru sett upp til þess að ferðamenn gætu tekið flottar „selfies“ eða sjálfur.

Þar geta ferðamenn tekið myndir áhyggjulausir frá umferðinni og með Akureyrarkirkju í bakgrunn. Tilvalið.

Myndir af nýja ljósinu má sjá á Facebook síðu Visit Akureyri hér að neðan.

UMMÆLI

Sambíó