Færeyjar 2024

Ný skáldsaga að norðan

Ný skáldsaga að norðan

Út er komin skáldsagan Þrítugur 1/3 eftir Stefán Þór Sæmundsson, íslenskukennara í Menntaskólanum á Akureyri, skáld og fyrrum blaðamann. Í bókinni er fylgst með vinum úr menntaskóla og hvernig þeim vegnar í lífinu, auk þess sem vísað er grimmt í tísku og tíðaranda.

„Þetta verður að teljast óvenjuleg samsetning; ærslasaga, skáldævisaga, pistlar, háðsádeila, spennusaga, gamansaga, ljósmyndir og ljóð en allt á að renna í sama farveg. Sá farvegur er tilvera Íslendinga í þrjá áratugi, frá því um eða fyrir 1980 og fram undir 2010. Oftar en ekki er þessi tími skoðaður í spéspegli. Hér er um að ræða fyrsta bindi af þremur,“ segir í tilkynningu.

Stefán Þór hefur verið iðinn við að gefa út efni undanfarið en árið 2020 sendi hann frá sér ljóðabókina Mar. Tindur gaf út ljóðabók hans Upprisu árið 2019. Þá var Stefán að setja í dreifingu ljóðabókina Ljóðin okkar Sillu sem vefbók og hljóðbók og er niðurhal frítt: https://sites.google.com/view/stefnr/heim

Sambíó

UMMÆLI