Krónan Akureyri

Ný sveitastjórn tekur til starfa í Eyjafjarðarsveit

Ný sveitastjórn tekur til starfa í Eyjafjarðarsveit

Ný sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur tekið til starfa og átti sinn fyrsta fund í gær, miðvikudaginn 1.júní. Á fundinum var Hermann Ingi Gunnarsson kjörinn oddviti sveitarstjórnar og Linda Margrét Sigurðardóttir varaoddviti.

Skipað var í kjörstjórn, skipulagsnefnd, fjallskilanefnd og framkvæmdaráð. Á fundinum var ákveðið að sameina Menningar- lýðheilsu og félagsmálanefnd í eina nefnd og Umhverfisnefnd og landbúanaðar- og atvinnumálanefnd í eina nefnd. Verður skipað í þær á næsta fundi sveitarstjórnar sem fyrirhugaður er þann 10.júní næstkomandi.

Samþykkt var samhljóða að ráða Stefán Árnason sem ritara sveitarstjórnar og að endurnýja ráðningarsamning við núverandi sveitarstjóra, Finn Yngva Kristinsson, og oddvita sveitarstjórnar falið að ganga frá samningi þess efnis.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar:
Hermann Ingi Gunnarsson F-lista
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir K-lista
Linda Margrét Sigurðardóttir F-lista
Sigurður Ingi Friðleifsson K-lista
Kjartan Sigurðsson F-lista
Sigríður Bjarnadóttir K-lista
Berglind Kristinsdóttir F-lista

Ketilkaffi

UMMÆLI

Krónan Akureyri