Ný tónlist frá Sigga Litla

Ný tónlist frá Sigga Litla

Sigurður Óskar Baldursson, eða Siggi Litli, rappari frá Akureyri gaf út lag og myndband í vikunni. Lagið heitir Of Oft og er aðgengilegt á Youtube og Spotify meðal annars.

Of Oft er annað lagið sem Siggi gefur út af komandi plötu sem hann er að vinna í. Lagið Sætar Stelpur, sem kom út í janúar, verður einnig á plötunni.

„Þetta lag er lag númer tvö í nýrri stefnu á tónlist sem ég er að leika mér í og er mjög spenntur fyrir, ég og prodúserinn minn Birkir Leó (B-leo Beats) unnum saman að þessu lagi og vonum að það komi skemmtilega á óvart og sé vonandi öðruvísi en það sem fólk er að hlusta á í nýrri íslenskri tónlist í dag og sérstaklega tengdu hip hop’i,“ segir Siggi í spjalli við Kaffið.

„Þetta lag er af komandi rap-pop-punk plötu sem ég er að dunda mér í og setur vonandi fínan tón fyrir henni. Of Oft og Sætar Stelpur verða vonandi þéttur grunnur af plötunni og efni hennar. Myndbandið við Of oft var gert í pínu flyti en vandað samt sem áður. Ég ákvað að hafa myndbandið ekki of flókið en nóg til að passa vel við lagið.“

Sambíó

UMMÆLI