12. júlí verður Kveldúlfur, tónlistarhátíð á Hjalteyri, haldin í fyrsta skipti. Hátíðin dregur nafn sitt af gamalli síldarverksmiðju á svæðinu sem umkringir hátíðarsvæðið. Fram koma: Júníus Meyvant, Kött Grá Pje, Skúli Mennski og Lúpína og Katla Vigdís.
Á svæðinu verður heitur pottur við sjóinn, matarvagnar, grænmetismarkaður, opin listastúdíó, kajakleiga, klifur og margt fleira.
Miðasala er í fullum gangi á tix.is og hægt er að fylgjast með hátíðinni á samfélagsmiðlum.

UMMÆLI