Nýir samningar gerðir við íþróttafélöginHildur Betty Kristjánsdóttir formaður frístundaráðs, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Birna Baldursdóttir formaður SA og Jón Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri SA.

Nýir samningar gerðir við íþróttafélögin

Í gær og í dag hefur verið skrifað undir rekstrarsamninga við Knattspyrnufélag Akureyrar, KA, Hestamannafélagið Létti og Skautafélagi Akureyrar, SA. Samningarnir gilda allir til ársins 2023.

Í samningunum er kveðið á um að félögin sjái um rekstur og hafi umsjón með mannvirkjum í eigu Akureyrarbæjar. Um er að ræða öll mannvirki á íþróttasvæði KA, Akureyrarvöll og vöktun á íþróttahúsi Naustaskóla eftir að skóla lýkur í tilfelli KA, rekstur reiðhallarinnar hjá Létti og rekstur skautahallarinnar hjá SA.

Hildur Betty Kristjánsdóttir formaður frístundaráðs, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Björn Jóhann Jónsson formaður Léttis og Sigfús Helgason framkvæmdastjóri Léttis.

Félögin skulu einnig annast alla þjónustu við almenning og við æfingar og mót á vegum félaganna og annarra sem nýta mannvirkin.

Ákvæði eru í samningunum um að félögunum sé skylt að halda bókhald um reksturinn, skila rekstraráætlunum og ársreikningi til Akureyrarbæjar. Að auki skulu félögin gera grein fyrir rekstrarstöðu tvisvar á ári á sérstökum fundum með þeim starfsmönnum Akureyrarbæjar sem hafa eftirlit með framkvæmd samninganna.

Á næstu dögum verður skrifað undir sambærilega samninga við Íþróttafélagið Þór og Golfklúbb Akureyrar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Akureyrarbæ.

Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Ingvar Gíslason formaður KA og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar.

UMMÆLI

Sambíó