Nýja listaverkið í Göngugötunni vekur athygliYfirlitsmynd af nýja götulistaverkinu. Mynd: Akureyrarbær.

Nýja listaverkið í Göngugötunni vekur athygli

Nýtt og litríkt götulistaverk í miðbænum var klárað á dögunum og hefur vakið mikla athygli. Listaverkið, sem prýðir nú göngugötuna er unnið af Freyju Reynisdóttur og Agli Loga Jónassyni með aðstoð Jónborgar Sigurðardóttur.

Egill segir um sinn hlut í verkinu að hann sé að vísa til áhugamála æsku sinnar þegar hann málaði fyrstu kynslóð Pokemona af miklum móð og það geri hann enn. „Mér þóttu litirnir fallegir og svo var skemmtileg tilviljun að þeir mynduðu fána pansexualitets,“ segir Egill Logi í í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Freyja leikur sér með andlit sem snýr til tveggja átta og gerir að auki hestalistaverk „því ég er stundum hestalistamaður“, eins og hún segir.

Því miður hefur götulistaverkið látið nokkuð á sjá vegna vatnsveðurs síðustu daga en þegar veður verður betra ætla listamennirnir að lagfæra það sem aflaga hefur farið.

Unnið hörðum höndum að verkinu á dögunum. Mynd: Akureyrarbær.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó