Nýr aðstoðarþjálfari Magna tilkynntur með nýstárlegum hætti

Páll Viðar Gíslason þjálfari Magna ásamt nýjum aðstoðarþjálfara sínum

Magni frá Grenivík mun leika í Inkasso deildinni í knattspyrnu næsta sumar. Kristján Sigurólason sem var aðstoðarþjálfari liðsins síðasta sumar þegar liðið tryggði sér sæti í deildinni hefur yfirgefið félagið og tekið við sem aðstoðarþjálfari hjá Þór Akureyri sem einnig verða í Inkasso deildinni næsta sumar.

Nú hafa Magnamenn tilkynnt nýjan aðstoðarþjálfara. Það var gert með ansi skemmtilegu myndbandi sem félagið hlóð upp á Facebook síðu sína fyrr í dag. Nýr aðstoðarþjálfari Magna er Andrés Vilhjálmsson. Andrés hefur leikið stórt hlutverk í liði Magna, innan sem utan vallar, undanfarin ár sem leikmaður liðsins.

Andrés mun aðallega sinna hlutverki aðstoðarþjálfara næsta sumar en gæti tekið fram takkaskóna ef þörf verður á.

Sambíó

UMMÆLI