Nýr ferðaþáttur í loftið á N4

Nýr ferðaþáttur í loftið á N4

Vegabréfið, nýr sjónvarpsþáttur í umsjón Snæfríðar Ingadóttur, mun brátt hefja göngu sína á sjónvarpsstöðinni N4.

Í þættinum verður farið yfir skemmtilegar ferðasögur og verður meðal annars rætt við íslending sem giftist fyrstu konunni sem hann talaði við í Sambíú, fjallað um vespuferð um Víetnam og spjallað við mann sem fer í ímynduð ferðalög með matarklúbbnum sínum.

„Þó lítið sé um ferðalög núna vegna heimsfaraldurs og stopulla flugsamgangna þá er enn hægt að ferðast í huganum og láta sig dreyma um fjarlæg lönd, ” segir Snæfríður Ingadóttur, umsjónarkona Vegabréfsins.

„Ferðalög snúast nefnilega um svo margt annað en bara ferðalagið sjálft. Það er undirbúningurinn, að leyfa sér að hlakka til ferðalagsins og svo eru það minningarnar úr ferðinni sem hægt er að ylja sér við aftur og aftur,” bætir Snæfríður við.

UMMÆLI